Tvö ár...

Fyrir kynferðisbrot á þroskaheftri , ungri konu og 800 þús í miskabætur henni til handa...málið afgreitt.

Hvaða skilaboð er verið að senda út í samfélagið enn og aftur...ussss þetta er ekkert mál hann sér voða mikið eftir þessu og lofar að gera þetta aldrei aftur.(ætli hann afpláni full tvö ár?)

Fyrir nokkrum árum þurfti ég  að leita til lögreglu og fá hjálp vegna dóttur minnar sem hafði komið sér í veruleg vandræði.  Stúlkan hafði strokið að heiman og aðstoðuðu þeir mig við að finna hana en fyrst varð ég að skrifa undir plagg þess efnis að ekki væri við þá að sakast ef telpan væri tugtuð til meðan að þeir hirtu hana. Gott og vel.

Nokkrum mánuðum áður hafði 14 ára telpan mín verið tekin í slagtogi við sér eldri unglinga og játaði hún þar á sig ýmsa glæpi sem hún hafði reyndar ekki framið en vildi halda kúlinu ..eins og það er kallað og vera hörð og töff. Tók það lögregluna dágóðan tíma að fá sannleikan í ljós en kom að lokum.  Þeir sögðu hana skýra og skemmtilega stelpu með ríkt ýmindunarafl.

Aftur að strokinu. Þeir náðu telpunni og félögum hennar en þegar að því kom að taka mína konu streittist hún á móti og lét öllum illum látum enda ekki alveg skýr í kollinum vegna neyslu. þetta gekk þó á endanum og við fengum hana heim.

Nokkrum mánuðum síðar, ég held að þá hafi sú stutta verið búin með u.þ.b 6 mán í meðferð, fengum við bréf þess efnis að hún fengi tveggja ára skilorð fyrir afbrotin og að mig mynnir 40 þús króna sekt fyrir að sparka í magann á lögregluþjóninum sem handtók hana. Ég skildi þetta ekki fyrst en jú það var verið að rukka hana eða öllu heldur okkur foreldrana fyrir ólætin í henni það er nefnilega bannað að veitast að lögreglunni.

Fyrst varð ég reið og hringdi út um hvippin og hvappinn, hver ætlaði að borga fyrir rifin föt og ónýtan síma sem hún hafði misst er hún var tekin og hvað með áverkana á telpunni ? var mér þá vinsamlega bent á plaggið góða sem ég hafði skrifað undir !!!! Ég borgaði sektina.

15 ára unglingar eru sakhæfir og að abbast upp á lögregluna er ekki gott, það kostar en ef þú misþyrmir borgurum landsins geturðu gengið ansi langt, svo langt að ótrúlegt þykir, það sýna dómarnir sem hafa fallið undanfarin ár.

Telpan mín er falleg ung kona í dag, laus úr fíkninni og er það ekki neinum öðrum að þakka nema henni sjálfri og aðstandendum hennar sem sýndu henni ómælda þolinmæði og elsku.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ógjörningar

Höfundur

Rikka
Rikka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband